Álagning gjalda - útsvar 2021

Málsnúmer 2020120122

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3709. fundur - 10.12.2020

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2021 í Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að útsvar verði 14,52% á árinu 2021 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3486. fundur - 15.12.2020

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. desember 2020:

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2021 í Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að útsvar verði 14,52% á árinu 2021 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillöguna.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.