Erindi Kára Magnússonar dagsett 22. október 2020, fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri, þar sem óskað er eftir að deiliskipulagi fyrir sjúkrahúsið verði breytt þannig að byggja megi hjólaskýli sem er um 70 m² að grunnfleti, á tveimur hæðum, við D-álmu sjúkrahússins. Þá er jafnframt lagt fram erindi Fanneyjar Hauksdóttur dagsett 22. október 2020, fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri, þar sem sótt er um að stækka anddyri við norðurhluta spítalans.