Sjúkrahúsið á Akureyri - breyting á deiliskipulagi vegna byggingar á hjólaskýli

Málsnúmer 2020100615

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 346. fundur - 28.10.2020

Erindi Kára Magnússonar dagsett 22. október 2020, fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri, þar sem óskað er eftir að deiliskipulagi fyrir sjúkrahúsið verði breytt þannig að byggja megi hjólaskýli sem er um 70 m² að grunnfleti, á tveimur hæðum, við D-álmu sjúkrahússins. Þá er jafnframt lagt fram erindi Fanneyjar Hauksdóttur dagsett 22. október 2020, fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri, þar sem sótt er um að stækka anddyri við norðurhluta spítalans.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsóknir. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og Akureyrarbæjar. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að annast gildistöku hennar þegar deiliskipulagsuppdráttur berst.