Krossanes 4 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna trjágróðurs

Málsnúmer 2020100524

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 346. fundur - 28.10.2020

Erindi dagsett 19. október 2020 þar sem Þórdís Huld Vignisdóttir fyrir hönd TDK Foil Iceland ehf. sækir um leyfi til að planta trjám og runnum ofan við aflþynnuverksmiðjuna í Krossanesi 4.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við gróðursetningu innan lóðarinnar með fyrirvara um að samráð verði haft við umhverfis- og mannvirkjasvið um plöntutegundir og nákvæmari afmörkun svæðisins.