Austurvegur 11 - fyrirspurn vegna byggingu bílgeymslu

Málsnúmer 2020100478

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 346. fundur - 28.10.2020

Erindi dagsett 15. október 2020 þar sem Teitur Björgvinsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílgeymslu við hús nr. 11 við Austurveg. Meðfylgjandi er teikning.
Þar sem fyrirhuguð bygging er á lóðarmörkum telur ráðið að forsenda þess að gerð verði breyting til samræmis við erindið sé að fyrir liggi samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar. Afgreiðslu frestað.


Skipulagsráð - 348. fundur - 25.11.2020

Lagt fram að nýju erindi dagsett 15. október 2020 þar sem Teitur Björgvinsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílgeymslu við hús nr. 11 við Austurveg. Liggur nú fyrir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar umsækjandi hefur sent inn fullnægjandi skipulagsuppdrátt.