Skilgreining á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar

Málsnúmer 2020090730

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3699. fundur - 01.10.2020

Erindi dagsett 23. september 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem greint er frá áformum um að skipa verkefnahóp um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar. Ráðuneytið óskar eftir því að Akureyrarbær tilnefni tvo fulltrúa í verkefnahópinn.
Bæjarráð skipar Ásthildi Sturludóttur og Hildu Jönu Gísladóttur í verkefnahópinn.

Bæjarstjórn - 3500. fundur - 19.10.2021

Rætt um skýrslu starfshóps um skilgreiningu á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Andri Teitsson, Hilda Jana Gísladóttir, Gunnar Gíslason og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar tekur undir niðurstöður starfshóps sem skipaður var til að skilgreina svæðisbundið hlutverk Akureyrar og þá aðaltillögu sem var þar lögð fram. Þá lýsir bæjarstjórn yfir ánægju sinni með markmið C4 „Borgarstefna“ í hvítbók um byggðamál og hvetur Alþingi til að samþykkja markmiðið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið til að hefja hið fyrsta vinnu við umrædda heildarstefnu í samvinnu við Akureyrarbæ og SSNE.

Bæjarstjórn - 3514. fundur - 06.09.2022

Brynjólfur Ingvarsson vék af fundi undir 3. lið.

Rætt um svæðisbundið hlutverk Akureyrar með hliðsjón af skýrslu starfshóps á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem kom út í ágúst 2021.

Málshefjandi var Gunnar Már Gunnarsson og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Að bæjarstjórn setji á fót vinnuhóp til að fjalla um uppbyggingu Akureyrar sem svæðisborgar og sem tekur til frekari athugunar undirbúning, gagnaöflun og aðkomu Akureyrarbæjar að mótun slíkrar stefnu.

Í umræðum tóku einnig til máls Lára Halldóra Eiríksdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Halla Björk Reynisdóttir.

Þá tók Gunnar Már Gunnar aftur til máls og lagði til svofellda tillögu:

Bæjarstjórn felur bæjarráði að ganga frá skipun í vinnuhóp um svæðisbundið hlutverk Akureyrar og erindisbréfi vegna hans.

Þá tók Heimir Örn Árnason til máls og lagði fram svofellda bókun:

Bæjarstjórn leggur til að það verði haldinn vinnufundur bæjarstjórnar í lok september eða í byrjun október til að fjalla um uppbyggingu Akureyrar sem svæðisborgar og sem tekur til frekari athugunar undirbúning, gagnaöflun og aðkomu Akureyrarbæjar að mótun slíkrar stefnu.
Tillaga Gunnars Más Gunnarssonar var borin upp til atkvæða.

Bæjarstjórn felur bæjarráði að ganga frá skipun í vinnuhóp um svæðisbundið hlutverk Akureyrar og erindisbréfi vegna hans.

Fjórir fulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði með tillögunni en sex fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni. Tillagan var felld.


Tillaga Heimis Más Árnasonar var borin upp til atkvæða.

Bæjarstjórn leggur til að það verði haldinn vinnufundur bæjarstjórnar í lok september eða í byrjun október til að fjalla um uppbyggingu Akureyrar sem svæðisborgar og sem tekur til frekari athugunar undirbúning, gagnaöflun og aðkomu Akureyrarbæjar að mótun slíkrar stefnu.

Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum meirihlutans gegnum fjórum atkvæðum minnihlutans.
Brynjólfur Ingvarsson sneri aftur til fundar undir 4. lið.