Krókeyri - endurgerð stíga og gatna

Málsnúmer 2020090566

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 344. fundur - 23.09.2020

Erindi dagsett 17. september 2020 þar sem Sara Ómarsdóttir fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð stíga og breytinga á Krókeyri. Breyta á hámarkshraða í götunni í 30 km/klst. samkvæmt deiliskipulagi. Leggja þarf lagnir og niðurföll, jarðvegsskipta, endurnýja ljósastaura ásamt hellulagningu, gróðursetningu plantna og fleira.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við Krókeyri og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.