Þingvallastræti - umsókn um byggingarleyfi fyrir mastri á spennistöð

Málsnúmer 2020090023

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 781. fundur - 11.09.2020

Erindi dagsett 1. september 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir 6 m mastri á þak spennistöðvar Norðurorku við Þingvallastræti, L149796. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 344. fundur - 23.09.2020

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 1. september 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir 6 m mastri á spennistöð Norðurorku við Þingvallastræti, L149796.
Að mati skipulagsráðs felur uppsetning mastursins í sér að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Að mati ráðsins er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en ekki er talin þörf á að grenndarkynna hana með vísun í heimild 2. ml. 3. mgr. 44. gr. laganna. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsuppdráttur liggur fyrir.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 817. fundur - 10.06.2021

Erindi dagsett 1. september 2020 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um byggingarleyfi fyrir 6 m mastri á þak spennistöðvar Norðurorku við Þingvallastræti, L149796. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur. Meðfylgjandi er samþykki Isavia.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.