Drottningarbraut, Hafnarstræti - umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir lögnum

Málsnúmer 2020080816

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 343. fundur - 09.09.2020

Erindi dagsett 25. ágúst 2020 þar sem Arnaldur B. Magnússon fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu hitaveitu-, vatnsveitu- og rafmagnsheimtaugar að nýju húsnæði Nökkva við Drottningarbraut. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdarleyfi í samræmi við erindið. Framkvæmdin er ekki metin svo umfangsmikil að þörf sé á samningi milli Akureyrarbæjar og umsækjanda um útgáfu leyfisins.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.