Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2021

Málsnúmer 2020080605

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 81. fundur - 21.08.2020

Lagt fram fjárhagsáætlunarferli fyrir árið 2021.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 83. fundur - 08.09.2020

Drög að áætlun fyrir árið 2021 og áætluð lokastaða ársins 2020 í málaflokkum leiguíbúðir, strætó, slökkvilið, rekstur leik- og sparkvalla, fjallskil, tjaldsvæði og skrifstofa umhverfis- og mannvirkjasviðs lögð fyrir fundinn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 84. fundur - 11.09.2020

Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir 2021 og áætluð lokaniðurstaða vegna 2020 lögð fyrir ráðið.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir fjárhagsáætlun ársins 2021 fyrir málaflokka 106, 107, 108, 110, 111, 113, 131, 143, 145 og 147.

Sigurjón Jóhannesson D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá við afgreiðsluna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 85. fundur - 18.09.2020

Áætlun á stöðugildum hjá UMSA lögð fyrir ráðið ásamt eignfærsluáætlun, gjaldskrám UMSA og fjárhagsáætlun umhverfismiðstöðvar.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 133 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Sigurjón Jóhannesson D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá við afgreiðsluna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna eignfærsluáætlun áfram í samræmi við umræður á fundinum og þann fjárhagsramma sem er væntanlegur frá bæjarráði.


Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu gjaldskráa til næsta fundar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 86. fundur - 02.10.2020

Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs, eignfærsluáætlun og gjaldskrár lagðar fyrir ráðið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirlagðar fjárhagsáætlanir með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu gjaldskráa umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu eignfærsluáætlunar umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 87. fundur - 16.10.2020

Teknar fyrir gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs og drög að framkvæmdaáætlun 2021-2024.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrirlagða gjaldskrá á vinnu tæknimanna á skrifstofu umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu gjaldskrár umhverfismiðstöðvar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð ræddi framkvæmdaáætlun og vísar henni til frekari umræðu í bæjarráð.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 88. fundur - 30.10.2020

Framkvæmdaáætlun 2021 lögð fram ásamt minnisblaði dagsettu 26. október 2020 varðandi sparnað og kostnað utan ramma 2021 og orðabreytingu á gjaldskrá fyrir moldarlosunarsvæðið á Jaðri.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 89. fundur - 13.11.2020

Teknar fyrir starfsáætlannir í viðhaldi gatna og stíga ásamt Fasteignum Akureyrarbæjar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 90. fundur - 27.11.2020

Gjaldskrá yfir tæki umhverfismiðstöðvar lögð fyrir ráðið.

Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 92. fundur - 15.01.2021

Lögð fram gjaldskrá umhverfis- og mannvirkjasviðs með breytingum á þeim villum sem upp komu eftir að áætlanagerð lauk fyrir árið 2021.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um breytingu á gjaldskrá vegna stöðubrota. Enda sé gjaldskráin þá óbreytt frá því sem var í lok árs 2020.