Kríunes lóð L195050 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020071187

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 341. fundur - 12.08.2020

Lagt fram erindi Evu Huldar Friðriksdóttur móttekið 30. júlí 2020 um hvort heimilt yrði að breyta húsi á lóðinni Lambhagavegur/Kríunes í Hrísey, sem nú er skráð sem gæludýrahús, í íbúðarhús eða frístundahús. Lóðin er 1738,8 m² að stærð og er í aðalskipulagi skilgreind sem athafnasvæði.
Skipulagsráð bendir á að forsenda þess að hægt sé að breyta núverandi húsum í samræmi við erindi er að gerð verði breyting á aðalskipulagi svæðisins auk þess sem sækja þyrfti um byggingarleyfi fyrir nauðsynlegum breytingum. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að ræða við umsækjendur um áframhald málsins og leita umsagnar hverfisráðs Hríseyjar.

Skipulagsráð - 344. fundur - 23.09.2020

Lagt fram að nýju erindi Evu Huldar Friðriksdóttur móttekið 30. júlí 2020 um hvort heimilt yrði að breyta húsi á lóðinni Lambhagavegur/Kríunes í Hrísey, sem nú er skráð sem gæludýrahús, í íbúðarhús eða frístundahús. Lóðin er 1738,8 m² að stærð og er í aðalskipulagi skilgreind sem athafnasvæði. Liggur nú fyrir umsögn hverfisráðs Hríseyjar dagsett 3. september 2020 þar sem mælst er til þess að skipulagið haldist óbreytt sem athafnasvæði og að heppilegra sé að uppbygging íbúðarbyggðar eigi sér stað þar sem búið er að skipuleggja íbúðarhúsalóðir.
Skipulagsráð tekur undir umsögn hverfisráðs og hafnar því að breyta skipulagi svæðisins úr athafnasvæði í íbúðarsvæði.