Naustatangi 2 - viðbygging

Málsnúmer 2020070139

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 340. fundur - 08.07.2020

Erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 2. júlí 2020, f.h. Slippsins á Akureyri ehf., þar sem óskað er eftir að gera minni háttar breytingu á deiliskipulagi Naustatanga 2 þannig að bygging gangi allt að 0,4 m til norðvesturs út fyrir byggingarreit. Skipulagsráð hafði áður samþykkt breytingu á deiliskipulagi viðbyggingarinnar á fundi 26. júní 2019.
Skipulagsráð samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi tillögu. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en þar sem ekki er talið að hún hafi áhrif á aðra en umsækjendur er ekki þörf á að grenndarkynna hana með vísun í 2. tl. 3. mgr. 44. gr. laganna. Sviðsstjóra skipulagssviðs er falið að annast gildistöku breytingarinnar þegar fullunninn uppdráttur berst frá umsækjanda.