Kjarnagata - Wilhelmínugata - umferðarréttur

Málsnúmer 2020070080

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 340. fundur - 08.07.2020

Á samráðsfundi skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs 16. júní 2020 var rætt um hvort að breyta ætti umferðarrétti á gatnamótum Kjarnagötu/Kjarnaskógsvegar og Wilhelmínugötu. Nú gildir hægri réttur en með aukinni umferð gæti verið þörf á að setja upp biðskyldu og spurning er hvort að hún ætti að vera við Wilhelmínugötu eða Kjarnagötu.
Skipulagsráð óskar eftir tillögu frá umhverfis- og mannvirkjasviði um útfærslu umferðarmerkinga miðað við að megin bílaumferð frá og að Hömrum verði beint um Wilhelmínugötu.