Davíðshagi 6-10 - fyrirspurn um fjölgun bílastæða

Málsnúmer 2020061170

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 340. fundur - 08.07.2020

Erindi móttekið 28. júní 2020 þar sem Jón Heiðar Daðason, fyrir hönd húsfélaganna í Davíðshaga 6, 8, og 10, leggur inn fyrirspurn um fjölgun bílastæða fyrir húsin nr. 6, 8 og 10 við Davíðshaga. Er óskað eftir því að útbúin verði bílastæði á grænu svæði norðan við Davíðshaga.

Lagður var fram uppdráttur frá umhverfis- og mannvirkjasviði.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu en samþykkir að Akureyrarbær geri almenn bílastæði samsíða norðurbrún Davíðshaga til samræmis við uppdrátt.

Bæjarráð - 3710. fundur - 17.12.2020

Erindi dagsett 1. desember 2020 frá Jóni Heiðari Daðasyni fyrir hönd húsfélaganna í Davíðshaga 6, kt. 680319-0810, Davíðshaga 8, kt. 460519-0390 og Davíðshaga 10, kt. 580718-0430, þar sem þess er óskað að bæjarráð endurskoði afgreiðslu skipulagsráðs á erindi sem þessi húsfélög sendu ráðinu í júní varðandi það að húsfélögin fái leyfi til að gera bílastæði á móti húsunum og norðan við götuna Davíðshaga á svæði sem er á skipulagi skilgreint sem grænt svæði. Málið var tekið til afgreiðslu á fundi skipulagsráðs 8. júlí sl.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð sér ekki ástæðu til að endurupptöku málsins.