Glerárholt - umsókn um fjölgun íbúða

Málsnúmer 2020060753

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 339. fundur - 24.06.2020

Erindi Ágústar Hafsteinssonar arkitekts dagsett 18. júní 2020, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, þar sem óskað er eftir leyfi til að fjölga íbúðum á efri hæð Glerárholts úr einni í tvær þannig að í húsinu verði þrjár íbúðir.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 341. fundur - 12.08.2020

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga um að fjölga íbúðum á efri hæð Glerárholts úr einni í tvær þannig að í húsinu verði þrjár íbúðir. Var tillagan kynnt með bréfi dagsett 29. júní 2020 með fresti til 27. júlí til að gera athugasemdir. Eitt athugasemdabréf barst.
Skipulagsráð samþykkir að breyta efri hæð Glerárholts í tvær íbúðir í samræmi við tillögu og samþykkir jafnframt fyrirliggjandi tillögu að svari við athugasemd. Umsókn um byggingarleyfi er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.