Hólasandslína 3 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2020060507

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 339. fundur - 24.06.2020

Lögð fram umsókn Landsnets hf. dagsett 12. júní 2020 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Hólasandslínu 3 í tveimur jarðstrengjum. Liggur strengleiðin frá Rangárvöllum, suður yfir Glerárgil á strengja- og útivistarbrú, þaðan ofan hesthúsahverfisins í Breiðholti, gegnum Naustaflóa, í norðurjaðri Kjarnaskógar og suður fyrir flugbrautarenda. Yfir óshólma Eyjafjarðarár liggur strengleiðin samhliða nýjum reiðstíg og gamla leiruveginum. Þegar komið er yfir miðkvísl Eyjafjarðarár er strenglögnin komin úr umdæmi Akureyrarbæjar. Hluti þessara framkvæmda er þegar hafinn, með lagningu ídráttarröra í vesturkvísl Eyjafjarðarár samhliða nýrri útivistarbrú Akureyrarbæjar.

Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar dagsett 19. september 2019.
Umsókn um framkvæmdaleyfi er í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag á þeim svæðum sem framkvæmdin nær til og er einnig í samræmi við lýsingu framvæmdarinnar í matsskýrslu.

Skipulagsráð samþykkir framkvæmdaleyfið. Framkvæmdaleyfið verður gefið út þegar fyrir liggur samkomulag milli framkvæmdaraðila og sveitarfélagsins um hvernig staðið verði að eftirliti með framkvæmdum.

Skipulagsráð - 346. fundur - 28.10.2020

Lögð fram fyrirspurn Landsnets dagsett 14. október 2020 varðandi tilfærslu á aðkomustígum að nýrri brú yfir Glerárgil.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við færslu á aðkomustígum í samræmi við fyrirspurn og telur að ný lega sé í samræmi við afmörkun þeirra í aðalskipulagi.