Lundarskóli - Rósenborg

Málsnúmer 2020060185

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 77. fundur - 10.06.2020

Lagt fram til kynningar minnisblað vegna afnota Lundarskóla af Rósenborg næstu tvo skólavetur.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð leggur áherslu á að við þessar tilfæringar verði þess gætt að öllu forvarna- og æskulýðsstarfi verði viðhaldið eins og hægt er og sem minnst röskun verði á þjónustu gagnvart börnum og ungmennum.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 14:02.

Fræðsluráð - 32. fundur - 15.06.2020

Minnisblað um flutning skólastarfs 7.-10. bekkjar Lundarskóla í Rósenborg lagt fram til kynningar.
Meirihluti fræðsluráðs staðfestir ósk um flutning skólastarfs 7. - 10. bekkjar Lundarskóla í Rósenborg á meðan unnið er að endurbótum í Lundarskóla.

Þórhallur Harðarson D-lista sat hjá.