Staðsetning áningarhólfs til bráðabirgða

Málsnúmer 2020060154

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 338. fundur - 10.06.2020

Erindi Sigfúsar Ólafs Helgasonar dagsett 3. júní 2020, f.h. Hestamannafélagsins Léttis, þar sem óskað er eftir að fá að reisa áningarhólf fyrir hesta til bráðabirgða á svæði austan Eyjafjarðarbrautar norðan Brunnár.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við uppsetningu á bráðabirgðaáningarhólfi í allt að tvö ár en nákvæm staðsetning skal ákveðin í samráði við skipulagssvið og umhverfis- og mannvirkjasvið. Skipulagsráð telur ekki æsklilegt að hólfið liggi upp að útivistarstíg og Eyjafjarðarbraut.