Viðburða- og vöruþróunarsjóður

Málsnúmer 2020050658

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 299. fundur - 28.05.2020

Óskað er eftir að stjórn Akureyrarstofu tilnefni fulltrúa, aðal- og varamann, í úthlutunarnefnd fyrir viðburða- og vöruþróunarsjóð.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að tilnefna Hildu Jönu Gísladóttur sem aðalmann í úthlutunarnefnd vöru- og starfsþróunarsjóðs og Finn Dúa Sigurðsson sem varamann.

Stjórn Akureyrarstofu - 300. fundur - 11.06.2020

Lagðar fram til samþykktar tillögur úthlutunarnefndar um styrki úr viðburða- og þróunarsjóði. Samtals bárust 72 umsóknir með styrkbeiðnir að upphæð 41.948.453 kr.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir tillögur úthlutunarnefndar. Alls hljóta 46 verkefni styrki að upphæð 14.133.000 samtals. Yfirlit yfir verkefnin má sjá í meðfylgjandi fylgiskjali en þau eru af mjög fjölbreyttum toga á sviðum ferðaþjónustu, menningarstarfs og íþrótta og útivistar.