Áfangastaðaáætlun - fimm áhersluverkefni Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2020050631

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 299. fundur - 28.05.2020

Markaðsstofa Norðurlands hefur óskað eftir því að skilað verði inn lista yfir topp 5 áhersluverkefni sveitarfélagsins í tengslum við áfangastaðaáætlun Norðurlands. Er MN að kalla eftir samskonar upplýsingum frá öðrum sveitarfélögum á Norðurlandi sem svo verða sendar Ferðamálastofu.

Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu og María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála gerðu grein fyrir málinu.

Hrísey og Grímsey, Glerárdalur, Glerárgil, Hlíðarfjall og Krossanesborgir voru meðal þeirra áfangastaða sem komu til umræðu og verkefni tengd hverjum og einum þeirra.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela starfsmönnum að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Sigríður Ólafsdóttir mætti á fundinn kl. 14:30.

Stjórn Akureyrarstofu - 318. fundur - 06.05.2021

Þann 27. apríl sl. var undirritaður samningur milli Markaðsstofu Norðurlands og landshlutasamtakanna SSNV og SSNE um rekstur Áfangastaðastofu.

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MN kynnti verkefnið.

Stjórn Akureyrarstofu þakkar Arnheiði fyrir greinargóða kynningu.