Samskiptastrengur Norðurorku í Hrísey - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2020050537

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 337. fundur - 27.05.2020

Tryggvi Már Ingvarsson B-lista fór af fundi kl. 10:27 og tók varaformaður Orri Kristjánsson við stjórn fundarins.
Erindi dagsett 22. maí 2020 þar sem Hjalti Steinn Gunnarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um leyfi fyrir nýjum samskiptastreng í Hrísey milli Ystabæjarvegar 7 og hitaveitu borholu í Stapa. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi umsókn og telur hana uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu.

- Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

-Framkvæmdir mega ekki fara fram á varptíma fugla, þ.e. ekki fyrr en eftir 15. júlí n.k.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.