Sörlagata 3 - fyrirspurn um byggingu reiðskemmu

Málsnúmer 2020050425

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 337. fundur - 27.05.2020

Lögð fram fyrirspurn dagsett 18. maí 2020 frá Eddu Kamillu Örnólfsdóttur um hvort að breyta megi byggingarreit sem afmarkaður er á lóðinni Sörlagötu 3 og að heimilt verði að byggja reiðskemmu á lóðinni. Einnig kemur fram ósk um endurskoðun á upphæð gatnagerðargjalda fyrir reiðskemmur/hlöður.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við stækkun byggingarreits og að heimilt verði að byggja þar reiðskemmu. Er umsækjanda heimilað að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar um og að hún verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð telur þó ekki tilefni til að endurskoða ákvæði um gatnagerðargjöld.