Beiðni forstöðumanns um kaup á gröfu

Málsnúmer 2020050263

Vakta málsnúmer

Stjórn Hlíðarfjalls - 3. fundur - 18.05.2020

Erindi dagsett 28. apríl 2020 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að kaupa gröfu þar sem Vinnueftirlitið hefur bannað notkun á vél, árgerð 1991, sem Hlíðarfjall á. Viðgerðarkostnaður er um 5 milljónir króna.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggur frekari greining á fjárhagsstöðu Hlíðarfjalls.

Stjórn Hlíðarfjalls - 4. fundur - 24.06.2020

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 28. apríl 2020 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að kaupa gröfu þar sem Vinnueftirlitið hefur bannað notkun á vél, árgerð 1991, sem Hlíðarfjall á. Viðgerðarkostnaður er um 5 milljónir króna. Erindið var áður á dagskrá stjórnar Hlíðarfjalls þann 18. maí sl. og var þá afgreiðslu frestað þar til liggur fyrir frekari greining á fjárhagsstöðu Hlíðarfjalls.

Stefán Gunnarsson svæðisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hlíðarfjalls felur Stefáni Gunnarssyni svæðsstjóra að kanna með verð á notaðri vél.