Munkaþverárstræti 11 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020050224

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 337. fundur - 27.05.2020

Erindi dagsett 13. maí 2020 þar sem Ingólfur Guðmundsson sækir um fyrir hönd Péturs Maack Þorsteinssonar um leyfi til að byggja við hús sitt nr. 11 við Munkaþverárstræti. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir fyrirhugað útlit.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við tillögur að breytingum á húsinu.

Að mati ráðsins er breyting á deiliskipulagi óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að hún verði grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Skipulagsráð - 341. fundur - 12.08.2020

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Munkaþverárstræti 11. Var tillagan kynnt með bréfi dagsettu 9. júní 2020 með fresti til að gera athugasemd til 8. júlí. Ein athugasemd barst og er hún meðfylgjandi. Þá liggja fyrir viðbrögð umsækjenda við efni athugasemda auk mynda sem sýna skuggavarp með og án viðbyggingar.
Skipulagsráð samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 óbreytta og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að annast gildistöku hennar. Er tillaga að svari við athugasemd jafnframt samþykkt.