Ferðamálafélag Hríseyjar - beiðni um niðurgreiðslu fargjalda í ferjuna í sumar

Málsnúmer 2020050123

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 298. fundur - 14.05.2020

Fundargerð Hverfisráðs Hríseyjar nr. 135 frá 30. apríl sl. var lögð fyrir bæjarráð þann 7. maí sl. Í fyrsta fundarlið er tekið fyrir innkomið bréf frá Ferðamálafélagi Hríseyjar og hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu í Hrísey þar sem kemur fram að rekstraraðilar í ferðaþjónustu hafi miklar áhyggjur af komandi sumri. Í Hrísey er hafin vinna við að búa til skemmtilegar pakkaferðir til Hríseyjar með góðum afsláttum fyrir fólk sem kýs að nota hér ferðaávísun, sem ríkisstjórnin ætlar að gefa út. Jafnframt kemur fram:

Til að styðja við þetta átak okkar og renna styrkari stoðum undir atvinnulífið í eyjunni, förum við þess á leit við Akureyrarbæ að hann styrki okkur með því

að greiða fargjöld í Hríseyjarferjuna fyrir alla í einn mánuð í sumar. Slík ráðstöfun myndi skila miklu til eyjarinnar og yrði gott markaðsátak sem hægt

væri að ráðast í vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Við erum þess fullviss að margir íbúar á Norðurlandi sem ekki hafa komið í Hrísey myndu nýta sér þetta tilboð og einnig aðrir landsmenn.

Hverfisráð styður erindið heilshugar og vísar því áfram til bæjarráðs.

Niðurstaða bæjarráðs var að vísa erindinu til stjórnar Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa erindinu í nýjan viðburða- og vöruþróunarsjóð sem hefur það að markmiði að vega á móti neikvæðum afleiðingum COVID-19.

Stjórn Akureyrarstofu - 300. fundur - 11.06.2020

Tekið fyrir að nýju erindi frá Ferðamálafélagi Hríseyjar þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær styrki félagið með því að niðurgreiða fjargjöld í Hríseyjarferjuna fyrir allt að einn mánuð í sumar. Erindið var áður á dagskrá stjórnar þann 14. maí sl.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að styrkja Ferðamálafélag Hríseyjar um allt að tvær milljónir króna til niðurgreiðslu fargjalda.