Kjarnagata 59 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2020050115

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 336. fundur - 13.05.2020

Lagt fram erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 7. maí 2020, f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, um að gerðar verði eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar Kjarnagötu 59 til samræmis við meðfylgjandi breytingaruppdrátt deiliskipulags. Er gert ráð fyrir að byggð verði tvö hús, annað sem liggur við Kjarnagötu en hitt við Halldóruhaga.

1. Heimilt verður að byggja bílakjallara undir hús við Halldóruhaga sem fær sér byggingarreit.

2. Heimilt verður að hækka hámarksvegghæð miðað við að undir húsin komi kjallari með allt að 3,0 m lofthæð.

3. Undir húsin komi kjallari fyrir geymslur og sameign.

4. Íbúðarsvalir nái 1,9 m út frá húsi í stað 1,6 m.

5. Stigahús og svalainngangar mega fara 0,7 m út fyrir byggingareit.

6. Gert er ráð fyrir þremur fimm herb. íbúðum og sex fjögra herb. íbúðum í húsunum tveimur.

7. Að hús sem liggur við Halldóruhaga verði ekki stallað.

8. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,71 í 1,2, þar af er nýtingarhlutfall bílakjallara 0,25.

9. Frávik frá hæðarkótun verði /- 25 cm.

Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.