Elísabetarhagi 1 - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2020050112

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 336. fundur - 13.05.2020

Lagt fram erindi Haraldar S. Árnasonar dagsett 7. maí 2020, f.h. SS Byggis ehf, kt. 620687-2519, þar sem óskað er eftir að gerðar verði eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi sem nær til Elísabetarhaga 1 til samræmis við meðfylgjandi breytingaruppdrátt.

1) Lóðarstærð er lagfærð, hún verður 9.800,2 fm í stað 9.816,8 fm.

2) Húsið verði án stöllunar, þ.e. lægsti hæðarkóti hækkar um 0,7 m, en hæsti lækkar um 0,5 m. Gólfkóti 1. hæðar verður 86,40.

3) Undir hluta hússins komi kjallari fyrir geymslur og sameign.

4) Hámarkshæð hækkar sem nemur hæð kjallara.

5)Leyft frávik frá hæðarkótum verði óbreytt þ.e. /- 25 sm.
Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 340. fundur - 08.07.2020

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Elísabetarhaga 1. Breytingin var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 3. júní 2020 með fresti til 1. júlí til að gera athugasemdir. Þrjú athugasemdabréf bárust á kynningartíma og er í þeim öllum gerð athugasemd við neikvæð áhrif breytingar á skuggavarp og útsýni. Þá liggja fyrir viðbrögð umsækjenda við efni athugasemda og eru þau sett fram á uppdrætti dagsettum 5. júlí 2020 auk tillögu sviðsstjóra skipulagssviðs að umsögn um innkomnar athugasemdir.
Í ljósi þess að breytingin gerir ekki ráð fyrir hækkun á hámarksvegghæð Elísabetarhaga 1 umfram skilmála gildandi deiliskipulags samþykkir skipulagsráð breytinguna og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að sjá um gildistöku hennar. Er tillaga að umsögn um athugasemdir jafnframt samþykkt.