Nýjar hraðahindranir 2020 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2020050080

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 336. fundur - 13.05.2020

Erindi dagsett 6. maí 2020 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð hraðahindrana á fjórum stöðum í bænum. Um er að ræða hraðahindranir við Grenilund/Skógarlund (merkt A), Skógarlund/Hlíðarlund (merkt B), Norðurgötu/Víðivelli (merkt C) og Merkigil/Vesturgil (merkt D). Hraðahindranir A-C eru á svæði þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi en hraðahindrun D er á svæði sem í deiliskipulagi er gert ráð fyrir gangbraut.
Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir framkvæmdum A-C með vísun í ákvæði 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd D samþykkt með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. laganna þar sem um svo lítið frávik frá deiliskipulagi er að ræða að ekki er talin þörf á að gera deiliskipulagsbreytingu.