Norðurslóðamiðstöð Íslands

Málsnúmer 2020040622

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 316. fundur - 25.03.2021

Á fundi bæjarstjórnar þann 16. mars sl. var samþykkt svohljóðandi bókun eftir umræðu um starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu;

"Á Akureyri hefur byggst upp öflugt þekkingarsamfélag um málefni norðurslóða. Bæjarstjórn telur mikilvægt að unnið verði að því að styrkja bæinn enn frekar sem norðurslóðamiðstöð Íslands m.a. með því að kanna möguleika á því að á Akureyri verði norðurslóðasetur. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna málið áfram."

Formaður stjórnar gerði grein fyrir málinu.