Hörgárbraut - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir stíg

Málsnúmer 2020040607

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 336. fundur - 13.05.2020

Erindi dagsett 28. apríl 2020 þar sem Jónas Valdimarsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir stíg meðfram Hörgárbraut, frá Hraunholti að Hlíðarbraut. Fyrir liggur samþykki Vegagerðarinnar og eigenda Sjónarhóls.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við stíg meðfram Hörgárbraut. Er framkvæmdin í samræmi við gildandi aðalskipulag og er útgáfa framkvæmdaleyfisins samþykkt með eftirfarandi skilyrði:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.