Minningarsjóður Maríu Kristínar Stephensen

Málsnúmer 2020040559

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3474. fundur - 05.05.2020

Erindi dagsett 21. apríl 2020 frá Háskólanum á Akureyri þar sem óskað er eftir að bæjarstjórn Akureyrarbæjar tilnefni fulltrúa í stjórn Minningarsjóðs Maríu Kristínar Stephensen. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, sem staðfest var af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu árið 2003, er tilgangur minningarsjóðsins að styrkja konur útskrifaðar úr framhaldsskólum á Akureyri til háskólanáms á sviði lista og raunvísinda. Stjórn sjóðsins skipa þrír menn, einn skipaður af menntamálaráðherra, einn af bæjarstjórn Akureyrarbæjar og einn af rektor Háskólans á Akureyri.
Bæjarstjórn samykkir með 11 samhljóða atkvæðum að tilnefna Láru Halldóru Eiríksdóttur sem fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Minningarsjóðs Maríu Kristínar Stephensen.