Markaðsátak eftir COVID-19

Málsnúmer 2020040169

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 297. fundur - 16.04.2020

Umræða um markaðsátak fyrir Akureyrarbæ eftir COVID-19

Bæjarstjórn - 3474. fundur - 05.05.2020

Umræða um markaðsátak fyrir Akureyrarbæ eftir COVID-19.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti málið.

Í umræðum tóku til máls Ingibjörg Ólöf Isaksen, Eva Hrund Einarsdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að verja allt að 40 milljónum króna til markaðssetningar innanlands, verkefnasjóðs til að efla framboð afþreyingar og aukaúthlutunar menningarsjóðs. Bæjarstjórn felur fjársýslusviði að útbúa viðauka vegna málsins og felur Akureyrarstofu að vinna málið áfram.

Stjórn Akureyrarstofu - 298. fundur - 14.05.2020

Verklagsreglur vegna úthlutunar úr nýjum viðburða- og vöruþróunarsjóði sem ætlað er að efla framboð afþreyingar á árinu 2020 lagðar fram til samþykktar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir verklagsreglurnar.

Stjórn Akureyrarstofu - 303. fundur - 03.09.2020

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu kynnti hugmyndir um áframhaldandi markaðs- og ferðaþjónustuátak fyrir veturinn 2020/2021.
Stjórnin felur starfsfólki Akureyrarstofu að vinna áfram að markaðssátaki fyrir komandi vetur og leiða saman hagsmunaðila í ferðaþjónustu, verslun, menningar- og afþreyingargeira. Farið verði í sameiginlega kynningu á Akureyri sem vetraráfangastað og stuðlað að þróun tilboða og viðburða sem taki mið af ólíkum tímabilum vetrarins, til dæmis í tengslum við jólaverslun, leikhús, skíði og útivist.