Endurskoðun á skóladagatölum leik- og grunnskóla 2019-2020

Málsnúmer 2020040127

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 29. fundur - 20.04.2020

Í ljósi tilmæla almannavarna um takmörkun á skólahaldi er ljóst að breyta þarf skóladagatölum leik- og grunnskóla nú á vordögum.
Ef þörf er fyrir tilfærslu á starfsdögum/skipulagsdögum leggur fræðsluráð áherslu á að það verði gert með formlegum hætti, í samráði við starfsfólk og með staðfestingu skólaráða í grunnskólum eða foreldraráða í leikskólum. Fræðsluráð heimilar ekki fjölgun starfsdaga frá því sem nú er á samþykktum skóladagatölum og beinir því til leik- og grunnskóla að færa til daga svo þeir nýtist skólastarfi á hverjum stað sem best.