Forsetakosningar 27. júní 2020

Málsnúmer 2020040071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3684. fundur - 20.05.2020

Lagt fram erindi dagsett 11. maí 2020 frá Helgu Eymundsdóttur formanni kjörstjórnar Akureyrarbæjar vegna komandi forsetakosninga þann 27. júní nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að henni verði falið val á starfsfólki við kosninguna. Jafnframt er lagt til að Akureyrarbæ verði skipt í tólf kjördeildir og verði tíu á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Lagt er til að á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA), í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey verði kjörstaður í félagsheimilinu Múla. Ennfremur er lagt til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, Hrísey og í Grímsey. Þá hefur kjörstjórn ennfremur ákveðið að leggja til við bæjarráð að kjörfundur standi frá klukkan 09:00 til 22:00 á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey. Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreindar tillögur verði samþykktar.

Í erindinu kemur jafnframt fram að miklar breytingar þurfi að gera við skipulagningu á kjörstað í VMA vegna tilmæla frá landlækni og almannavörnum er varðar fjarlægðarmörk og það muni hafa í för með sér aukakostnað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögur kjörstjórnar með fimm samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3477. fundur - 16.06.2020

Lagður fram listi frá kjörstjórn Akureyrarbæjar með nöfnum 36 aðalmanna og 36 varamanna vegna starfa í kjördeildum við forsetakosningar þann 27. júní nk.
Bæjarstjórn samþykkir listann með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3477. fundur - 16.06.2020

Lagt er til að bæjarlögmanni verði veitt heimild til að afgreiða athugasemdir við kjörskrá sem berast kunna og leiðrétta kjörskrá.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.