Matarvagn - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020040052

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 335. fundur - 22.04.2020

Erindi dagsett 2. apríl 2020 þar sem Ingi Þór Arngrímsson leggur inn fyrirspurn varðandi staðsetningu matarvagns annars staðar en á stæðum sem bærinn ætlar götu- og torgsölu.
Skipulagsráð er jákvætt fyrir starfsemi matarvagnsins en stæði fyrir langtímastæði í miðbænum eru öll útleigð fyrir árið 2020. Ráðið samþykkir að vagninn verði staðsettur tímabundið sumarið 2020 á hentugu svæði við Torfunefsbryggju eða Oddeyrarbót í samráði við sviðsstjóra skipulagssviðs. Einnig gerir ráðið ekki athugasemd við staðsetningu matarvagns á einkalóðum, með fyrirvara um samþykki allra hlutaðeigandi.

Skipulagsráð - 338. fundur - 10.06.2020

Erindi Inga Þórs Arngrímssonar dagsett 2. júní 2020 þar sem óskað er eftir að færa matarvagn sem nú er staðsettur á Torfunefsbryggju á hentugri stað þar sem er meira skjól.
Skipulagsráð leggur til að skoðað verði í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið hvort að koma megi vagninum fyrir án mikils tilkostnaðar á svæði milli bílastæða í Skipagötu og Kaupvangsstræti.