Rimasíða 6 - fyrirspurn vegna bílgeymslu og klæðningar

Málsnúmer 2020030557

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 335. fundur - 22.04.2020

Erindi dagsett 19. mars 2020 þar sem Finnur Bessi Sigurðsson leggur inn fyrirspurn varðandi Rimasíðu 6. Fyrirhugað er að byggja bílgeymslu sem teiknuð er á upprunalegar teikningar hússins, en hefur ekki verið byggð, en hugmyndin er að stækka hana. Einnig er fyrirhugað að klæða húsin að utan með liggjandi klæðningu úr trefjasteypu með viðarútliti.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og er framkvæmdin að mati ráðsins í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar sbr. ákvæði 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talið að aðrir en umsóknaraðili hafi hagsmuna að gæta og er því ekki þörf á grenndarkynningu. Er afgreiðslu byggingarleyfis vísað til byggingarfulltrúa þegar umsókn ásamt fullnægjandi gögnum hefur borist.