Viðbragðsáætlun og aðgerðir á fræðslusviði

Málsnúmer 2020030390

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 28. fundur - 30.03.2020

Farið var yfir áætlanir og aðgerðir á fræðslusviði vegna COVID-19 faraldurs.
Fræðsluráð vill þakka starfsfólki skólanna fyrir frábær störf í þeim aðstæðum sem nú eru uppi í samfélaginu. Ljóst er að verið er að setja velferð barna og framfarir í forgang og bera öll vinnubrögð þess merki að bjartsýni og vilji til að gera vel ræður för. Ykkar er heiðurinn að vel hefur tekist til.

Fræðsluráð - 29. fundur - 20.04.2020

Upplýsingar lagðar fram um stöðu skólahalds í leik- og grunnskólum og tónlistarskólanum.
Fræðsluráð vill ítreka þakkir sínar til starfsfólks í skólum bæjarins fyrir frábær störf í þeim aðstæðum sem nú eru uppi í samfélaginu. Staðan kallar óhjákvæmilega á aðra starfshætti en starfsfólk hefur sannarlega sýnt styrk, dugnað og útsjónarsemi með hagsmuni barna og ungmenna að leiðarljósi. Það hefur sýnt sig að vel hefur tekist til miðað við aðstæður og starfsfólk á heiðurinn af því.

Fræðsluráð - 33. fundur - 17.08.2020

Sviðsstjóri fræðslusviðs fór yfir þær aðgerðir sem gripið verður til í leik- og grunnskólum vegna tilmæla Almannavarna.

Fræðsluráð - 39. fundur - 19.10.2020

Upplýsingar um viðbrögð við Covid-smitum í skólum bæjarins lagðar fram til kynningar.

Fræðsluráð lýsir yfir fullum stuðningi við þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til í skólum Akureyrarbæjar. Starfsfólk á miklar þakkir skilið fyrir fumlaus viðbrögð og starfshætti sem er lykillinn að þeim góða árangri sem náðst hefur.

Fræðsluráð - 41. fundur - 16.11.2020

Sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu sóttvarnaaðgerða í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar og tónlistarskólanum.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 58. fundur - 18.10.2021

Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs gerði grein fyrir stöðu sóttvarnaaðgerða í leik- og grunnskólum þar sem fram kom að bæði börnum og starfsfólki sem eru í sóttkví eða eru smituð af Covid-19 fer hratt fækkandi.