Umhverfisvæn Akureyri

Málsnúmer 2020030301

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 5. fundur - 10.03.2020

Þura Björgvinsdóttir kynnti.

Ungmennaráð ræðir sorpmál á Akureyri og bendir á að of fáar ruslatunnur í bænum hafa þau áhrif að oft er mikið rusl í bænum. Þá eru þær ruslatunnur sem eru í bænum oft illa farnar og þjóna því takmörkuðum tilgangi. Ungmennaráð leggur til að settar verði upp flokkunartunnur víðar um bæinn og bendir á að auka þurfi fræðslu um umhverfismál og endurvinnslu og þá sérstaklega hvað verði um ruslið í bænum. Getur Akureyri ekki gert betur í umhverfismálum?
Andri Teitsson bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar. Hann segir ruslatunnur vera 220 um bæinn og að þær mættu án efa vera fleiri. Hann bendir á að ef til vill væri hægt að fara einhverja millileið varðandi flokkun þannig að það væru tvær tunnur fyrir ,,subburusl" og svo annað sorp sem er klárlega hægt að flokka. Hann fór einnig yfir upplýsingar varðandi Moltu, Orkey og Flokkun. Hann segir stóra verkefnið í framtíðinni að flokka enn meira og betur.

Páll Rúnar Bjarnason bendir á að í Randers sé fjöldi ruslatunna sem eru skemmtilegar, þær hafi raddir sem segja brandara og hvetja þar með íbúa til að nota tunnurnar.