Tæknilæsi ungmenna

Málsnúmer 2020030299

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 5. fundur - 10.03.2020

Telma Ósk Þórhallsdóttir kynnti.

Ungmennaráð ræðir mikilvægi þess að efla tæknilæsi ungmenna og sérstaklega nú í upphafi fjórðu iðnbyltingarinnar. Þá skorar ráðið á bæjarstjórn að undirbúa nemendur á Akureyri betur undir framtíðina og gera ungmenni hæfari að skilja upplýsingatækni og þá hröðu tækniþróun sem við stöndum frammi fyrir. Þá kynnti Telma Ósk að auki niðurstöður könnunar sem ungmennaráð lagði fyrir nemendur í 8. - 10. bekk á Akureyri um upplýsingatæknikennslu í öllum grunnskólum Akureyrarbæjar.
Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar. Hún byrjaði á að þakka fyrir framsöguna og könnunina sem ungmennaráð lagði fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Hún tekur undir það sem fram kom í máli fulltrúans um þekkingargap og að ein leiðin sé að kenna skapandi greinar. Hún efast ekki um að þetta mál sé hluti af menntastefnunni sem nú er í vinnslu og að ungmennaráð muni fá tækifæri til að setja mark sitt á hana.

Ungmennaráð - 20. fundur - 28.09.2021

Telma Ósk Þórhallsdóttir kynnti.

Á bæjarstjórnarfundi unga fólksins í mars 2020 vakti ungmennaráð máls á mikilvægi tæknilæsis ungmenna. Hvaða árangri á sviði tæknilæsis og starfrænnar þróunar höfum við náð á þessu liðna ári? Ungmennaráð telur að sem fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins ætti Akureyrarbær að halda áfram að sýna gott fordæmi, ekki aðeins með því að bæta líf ungmenna í núinu heldur að bæta það svo þeim verði allir vegir færir í framtíðinni. Auka þarf og bæta upplýsingatæknikennslu, byrja hana snemma og halda áfram út skólagönguna.


Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og nefndi m.a. að nýlega var samþykkt menntastefna Akureyrarbæjar en í henni er tekið á ýmsum þáttum sem snúa að tæknilæsi, upplýsingatæknikennslu o.fl. Vonir eru bundnar við að stefnan og aðgerðaáætlunin sem henni fylgir leiði til framfara.