Stæði fyrir hópbifreiðar - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020030052

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Erindi dagsett 4. mars 2020 þar sem Gunnar Valur Sveinsson fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar, kt. 550269-6359, leggur inn fyrirspurn varðandi skort á bílastæðum fyrir hópbifreiðar á Akureyri. Stungið er upp á að útbúin verði stæði fyrir hópbifreiðar í Hafnarstræti við gömlu Umferðarmiðstöðina. Samtökin biðla einnig til Akureyrarbæjar að tryggja öruggt aðgengi við Hof fyrir hópferðabíla, þ.e. útbúinn vasi austan megin Glerárgötu gegnt Hofi.
Skipulagsráð bendir á að lóðin Hafnarstræti 80 hefur verið auglýst laus til úthlutunar og er því ekki hægt að nýta lóðina fyrir bílastæði. Þá gerir deiliskipulag miðbæjar ekki ráð fyrir vasa fyrir rútur austan megin við Glerárgötu gegnt Hofi en í gangi er vinna við endurskoðun deiliskipulagsins og verður beiðnin skoðuð í þeirri vinnu. Skipulagsráð tekur undir þörf á næturstæðum fyrir hópbifreiðar og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að halda áfram að skoða möguleika á slíkum stæðum í samvinnu við umhverfis- og mannvirkjasvið og hagsmunaaðila.