Lystigarður - möguleg gjaldtaka

Málsnúmer 2020030036

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 74. fundur - 06.03.2020

Lagt fram minnisblað dagsett 4. mars 2020 varðandi mögulega gjaldtöku í Lystigarðinum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að setja upp rafræna gjaldtöku á salerni í Lystigarðinum. Nú eru söfnunarbaukar fyrir valfrjáls framlög við innganga Lystigarðsins og samþykkir ráðið að settur verði upp rafrænn greiðslubúnaður fyrir valfrjáls framlög í garðinum.