Sunnuhvoll - fyrirspurn vegna byggingarrétts

Málsnúmer 2020030030

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Erindi dagsett 2. mars 2020 þar sem Kristbjörg Sigurðardóttir, kt. 221068-5139, og Óli Björn Einarsson, kt. 041163-5429, leggja inn fyrirspurn varðandi byggingarreit lóðarinnar Sunnuhvols í tengslum við tillögu að deiliskipulagi fyrir Melgerðisás og Skarðshlíð B-hluta. Fyrirhugað er að byggja 100 m² viðbyggingu á einni hæð norðan og austan við húsið.
Skipulagsráð bendir á að árið 2018 var auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði sem meðal annars nær til lóðarinnar Sunnuhvols. Ósk um bílskúr fellur ekki að þeirri tillögu. Í ljósi þess að sú deiliskipulagstillaga hefur ekki verið samþykkt endanlega samþykkir skipulagsráð að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að athuga hvort að gera megi breytingar á tillögunni áður en hún verður auglýst að nýju, til að koma til móts við fyrirliggjandi erindi.