Furuvellir 5 - fyrirspurn vegna íbúða á 2. hæð

Málsnúmer 2020020690

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Erindi dagsett 28. febrúar 2020 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Ormsson ehf., kt. 530509-0360, leggur inn fyrirspurn varðandi nýtingu á 2. hæð í húsi nr. 5 við Furuvelli fyrir sex íbúðir. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Steinmar H. Röngvaldsson.
Samkvæmt aðalskipulagi er heimilt að vera með íbúðir á efri hæðum húsa við Furuvelli, sunnan götunnar. Er tillagan því í samræmi við gildandi aðalskipulag. Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 335. fundur - 22.04.2020

Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi dagsett 28. febrúar 2020 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Ormsson ehf., kt. 530509-0360, leggur inn fyrirspurn varðandi nýtingu á 2. hæð í húsi nr. 5 við Furuvelli fyrir sex íbúðir. Var erindið grenndarkynnt með bréfi dagsettu 18. mars 2020 með fresti til 16. apríl 2020 til að gera athugasemdir.

Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslu byggingarleyfis til byggingarfulltrúa þegar umsókn ásamt fullnægjandi gögnum hefur borist.