Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - bílastæði við fyrirhugaðan leikskóla ofan við Glerárskóla

Málsnúmer 2020020676

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Lögð fram bókun 4. liðs fundargerðar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 10. september 2019 þar sem ítrekaðar eru áhyggjur af bílastæðum við fyrirhugaðan leikskóla á lóð Glerárskóla. Finnst nefndinni þau of fá og á þröngu svæði fyrir stóran leikskóla.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendinguna en bendir á að deiliskipulagi lóðarinnar er lokið og talið er að þessi fjöldi bílastæða ætti að vera nægjanlegur miðað við hönnunarforsendur.

Ólöf Inga Andrésdóttir L-lista óskar bókað að hún taki undir áhyggjur hverfisnefndarinnar með vísan til bókunar sinnar við samþykkt deiliskipulagsins í skipulagsráði 9. október 2019, 4. fundarlið.