Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - umferðarskilti um hámarkshraða

Málsnúmer 2020020675

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Lögð fram bókun 3. liðs fundargerðar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 10. september 2019 þar sem auglýst er eftir fleiri umferðarskiltum um hámarkshraða á Hörgárbrautinni.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendinguna og vísar henni til þeirrar vinnu sem nú er í gangi um umferðaröryggi á Hörgárbraut í samvinnu Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar.