Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - sýnileiki gangbrauta í hverfinu öllu

Málsnúmer 2020020674

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Lögð fram bókun 2. liðs fundargerðar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 10. september 2019 þar sem óskað er eftir að gangbrautir verði gerðar sýnilegri í hverfinu, að gerð verði gangbraut yfir gatnamót Skarðshlíðar og Höfðahlíðar og að sektarbeiting verði hert varðandi bíla sem leggja of nærri gatnamótum.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendinguna og vísar málinu til samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs. Þá er sviðsstjóra skipulagssviðs jafnfram falið að ræða við lögregluna varðandi sektarbeitingu þegar bílum er lagt of nálægt gatnamótum.