Hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis - umferðarmál nærri skóla

Málsnúmer 2020020669

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Lögð fram bókun 1. liðs fundargerðar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dagsett 10. september 2019 þar sem óskað er eftir að sett verði upp skilti sem blikkar þegar farið er of hratt við allar gönguþveranir í Skarðshlíðinni og framan við Þórsvöllinn.
Skipulagsráð þakkar fyrir ábendinguna og vísar málinu til samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.