Hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar - endurskoðun samþykktar fyrir ráðin

Málsnúmer 2020020668

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3718. fundur - 04.03.2021

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð óskar eftir umsögnum hverfisráða Hríseyjar og Grímseyjar um drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir ráðin.

Bæjarráð - 3740. fundur - 23.09.2021

Lögð fyrir að nýju drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar. Drögin voru lögð fyrir bæjarráð 4. mars sl. og í framhaldinu send til umsagnar hverfisráðanna. Engar athugasemdir bárust.
Bæjarráð staðfestir með fimm samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögur og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarstjórn - 3499. fundur - 05.10.2021

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 23. september 2021:

Lögð fyrir að nýju drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar. Drögin voru lögð fyrir bæjarráð 4. mars sl. og í framhaldinu send til umsagnar hverfisráðanna. Engar athugasemdir bárust.

Bæjarráð staðfestir með fimm samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi tillögur og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni breytinganna.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða samþykkt fyrir hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar með 11 samhljóða atkvæðum.