Hálönd - umsókn um skipulag miðsvæðis

Málsnúmer 2020020616

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Erindi dagsett 24. febrúar 2020 þar sem Halldór Jóhannsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild til skipulagningar miðsvæðis frístundasvæðis Hálanda. Meðfylgjandi er uppdráttur af frumtillögu.
Að mati skipulagsráðs samræmist tillagan aðalskipulagi svæðisins og gerir ráðið ekki athugasemd við að lögð verði inn tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að skipulagsmörk 3. áfanga deiliskipulags Hálanda verði stækkuð og gert ráð fyrir fjölgun húsa í samræmi við fyrirliggjandi erindi.

Skipulagsráð - 339. fundur - 24.06.2020

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga deiliskipulags Hálanda. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar til vesturs að skipulagsmörkum 2. áfanga orlofshúsabyggðarinnar og þar gert ráð fyrir 11 nýjum lóðum fyrir orlofshús.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð - 3690. fundur - 02.07.2020

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 24. júní 2020:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga deiliskipulags Hálanda. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar til vesturs að skipulagsmörkum 2. áfanga orlofshúsabyggðarinnar og þar gert ráð fyrir 11 nýjum lóðum fyrir orlofshús.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2020 sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 16. júní sl.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga deiliskipulags Hálanda skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið stækkar til vesturs að skipulagsmörkum 2. áfanga orlofshúsabyggðarinnar og þar gert ráð fyrir 11 nýjum lóðum fyrir orlofshús.