Sjafnargata og Síðubraut - hönnun á götu

Málsnúmer 2020020613

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 332. fundur - 26.02.2020

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á umhverfis- og mannvirkjasviði kynnti tillögur að útfærslu á gangstíg meðfram Sjafnargötu, sem felur í sér breiðari stíg en gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Felur tillagan einnig í sér að lóð bensínstöðvar minnkar og hefur sú breyting verið samþykkt af lóðarhafa.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu.

Að mati ráðsins er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Er því ekki talið að gera þurfi breytingu á deiliskipulaginu.