Krókeyrarnöf 21 - umsókn um leyfi fyrir girðingu

Málsnúmer 2020020591

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 333. fundur - 11.03.2020

Erindi dagsett 21. febrúar 2020 þar sem Ingvar Ívarsson fyrir hönd Önnu Örvarsson og Örvarrs Atla Örvarssonar sækir um undanþágu frá deiliskipulagi til að setja upp girðingu á austurhluta lóðarinnar Krókeyrarnöf 21 samkvæmt meðfylgjandi skýringarmynd.
Í gildandi deiliskipulagi er kvöð um að ekki megi vera með girðingu á þessu svæði.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi þar sem þessi kvöð verði felld niður. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir að hún verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.